Fara í efni

Samkomulag milli Norðurþings, Hafnasjóðs Norðurþings og Íslenska ríkisins vegna stofnunar og uppbyggingar orkufreks iðnaðar á Bakka við Húsavík

Málsnúmer 201302018

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Norðurþings - 67. fundur - 11.02.2013

Bæjarráð fór yfir stöðu samningaviðræðna um uppbyggingu iðjuvers á Bakka. Bæjarráð veitir bæjarstjóra umboð til að undirrita nauðsynleg gögn sem tryggja framgang verkefnanna. Hjálmar Bogi Hafliðason og Soffía Helgadóttir sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarstjórn Norðurþings - 22. fundur - 19.02.2013

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 67. fundi bæjarráðs þar sem bæjarstjóra var veitt umboð til að undirrita nauðsynleg gögn sem tryggja framgang verkefna um uppbyggingu iðjuvers á Bakka. Föstudaginn 15. febrúar var skrifað undir, annars vegar samkomulag milli sveitarfélagsins Norðurþings og Hafnarsjóðs Norðurþings og Íslenska ríkisins vegna stofnunar og uppbyggingu orkufreks iðnaðar í landi Bakka við Húsavík, og hins vegar yfirlýsingu, “Joint Declaration on the PCC Bakki Project among The Government of Iceland and Norðurþing Municipality and Norðurþing Harbour Fund, and PCC SE”. Til máls tóku: Bergur, Friðrik, Jón Helgi, Hjálmar Bogi, Jón Grímsson, Þráinn, Trausti, Gunnlaugur og Soffía. Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi samkomulag og yfirlýsingu.