Fara í efni

Friðrik Sigurðsson biður um tíma- og kostnaðaráætlun varðandi endurbætur á frárennslismálum í Suðurfjöru á Húsavík

Málsnúmer 201302020

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Norðurþings - 67. fundur - 11.02.2013

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Friðrik Sigðurssyni þar sem óskað er eftir upplýsingum um kostnaðáætlun og tímaáætlun varðandi endurbætur á frárennslismálum í Suðurfjöru á Húsavík. Orkuveita Húsavíkur ohf., fer með málefni fráveitu en stjórn Orkuveitunnar samþykkti á fundi sínum þann 26. nóvember s.l. fjárhags- og fjárfestingaáætlun fyrir árið 2013. Í áætlun ársins 2013 er gert ráð fyrir fjórum verkefnum sem eru:1. Bygging yfirfalls við Búðará, tenging allra fráveitu sem nú fer í Búðarárstokkinn.2. Taka læki út úr fráveitukerfinu.3. Fullnaðarhönnun vegna framkvæmdanna.4. Greiningarvinna vegna fráveitu ( frá 2009 ). Samtals er gert ráð fyrir fjárfestingu að upphæð 24. mkr. Lagt fram til kynningar.