Fara í efni

Þorkell Erlingsson og Þröstur Ólafsson f.h. óstofnaðs þjónustufélags, sækja um þjónustulóð á hafnarsvæðinu á Húsavík fyrir olíuleitarfélög

Málsnúmer 201302031

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Norðurþings - 67. fundur - 11.02.2013

Fyrir bæjarráði liggur erinid frá Þorkeli Erlingssyni og Þresti Ólafssyni f.h. óstofnaðs þjónustufélag sem óskar eftir þjónustulóð á hafnarsvæðinu á Húsavík fyrir olíuleitarfélög. Í erindi kemur eftirfarandi beiðni fram: 1. Fráleggssvæði allt að 10.000 m2 fyrir pípur, borstangir og ýmsan búnað.2. Svæði fyrir sementstanka og leðjutanka - 2000 m2.3. Vöruhús við höfnina undir viðkvæma vöru.4. Þjónusta við höfnina svo sem ferskt vatn, oíla og rafmagn. Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og býður umsækjendum til viðræðna við bæjaryfirvöld. Bæjarstjóra falið að kalla eftir nánari upplýsingum sem lagðar verða fyrir bæjarráð, framkvæmda- og hafnanefnd og skipulags- og byggingarnefnd. Hjálmar Bogi Hafliðason og Soffía Helgadóttir sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 27. fundur - 20.03.2013

Málinu vísað til framkvæmda- og hafnanefndar frá bæjarráði en félagið sækir um þjónustulóð á hafnarsvæðinu á Húsavík. Snæbjörn Sigurðarson verkefnisstjóri, kom á fundinn, og gerði grein fyrir stöðu málsins. Framkvæmda- og hafnanefnd tekur jákvætt í erindið og mun hafa tiltæka lóð í samráði við fyrirtækið þegar þar að kemur.