Fara í efni

Sigrún Invarsdóttir sækir um leyfi fyrir söluvagni á hafnarsvæðinu á Húsavík

Málsnúmer 201302079

Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 27. fundur - 20.03.2013

Sigrún óskar eftir leyfi til að setja upp söluvagn á hjólum á hafnarsvæðinu á Húsavík næsta sumar. Ætlunin er að selja handverk og ýmsa framleiðslu úr héraði. Vagninn óskast staðsettur á sama stað og hún hafði sölutjald í sumar sem leið og verður af svipaðri stærð og sölutjald hennar var í fyrra eða ca. 9 m2. Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir erindið. Staðsetning verði ákveðin í samráði við hafnarvörð og hafnarstjóra.