Fara í efni

Frá Búnaðarsambandi Suður Þingeyinga varðandi lausagöngu búfjár

Málsnúmer 201303043

Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 27. fundur - 20.03.2013

Með bréfi varar stjórn BSSÞ eindregið við banni á lausagöngu búfjár utan afgirtra þéttbýliskjarna.Jafnframt skorar stjórnin á sveitarstjórnir að hlutast til um við Vegagerð ríkisins að unnið verði með markvissari hætti að uppbyggingu, viðhaldi og eftirliti með girðingum við aðalvegi. Þá verði sett upp leiðbeinandi umferðarmerki við þá vegi þar sem helst má vænta umgangs búfjár og ætla má að slysahætta sé mest. Framkvæmda- og hafnanefnd tekur undir varnaðarorð BSSÞ og mun taka málið upp á næsta fundi með Vegagerðinni. Nefndin telur að viðhald á og eftirlit með veggirðingum sé best fyrirkomið hjá Vegagerðinni.