Fara í efni

Guðrún Erla Jónsdóttir, ósk um hraðatakmarkandi aðgerðir á Garðarsbraut, Húsavík

Málsnúmer 201303052

Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 27. fundur - 20.03.2013

Guðrún Erla fer með bréfi þess á leit við framkvæmda- og hafnanefnd að hún beiti sér fyrir því að lækka hámarkshraða á Garðarsbraut í miðbæ Húsavíkur og grípi til hraðaminnkandi aðgerða. Einnig gerir bréfritari grein fyrir samskiptum sínum við vegagerðina um sama mál. Framkvæmda- og hafnanefnd tekur undir áhyggjur Guðrúnar Erlu og felur f&þ-fulltrúa að taka málið enn á ný upp við Vegagerðina. Nefndin er ósátt við seinagang Vegagerðarinnar vegna hraðaminnkandi aðgerða á þjóðvegi í gegnum þéttbýli á Húsavík við Lund og á Raufarhöfn. Hjálmar Bogi óskar bókað.Undirritaður vill nota þetta tækifæri til að hvetja íbúa í þéttbýli innan sveitarfélagsins að ganga til og frá vinnu þar sem það á við. Foreldrar eru hvettir til að ganga með börnum sínum í skólann þar sem það á við. Íbúar eru hvattir til að nýta sér athafnir daglegs lífs sér til heilsubótar. Áki tekur undir bókun Hjálmars Boga.