Fara í efni

Aðalsteinn Júlíusson, ósk um stöðuleyfi fyrir pylsuvagn á hafnarsvæði, Húsavík

Málsnúmer 201303064

Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 28. fundur - 17.04.2013

Aðalsteinn Júlíusson hefur keypt pylsuvagn sem Brynhildur Gísladóttir hfeur rekið við Húsavíkurhöfn undanfarin ár.Aðalsteinn óskar eftir stöðuleyfi fyrir vagninn í sumar á sama stað og hann var sl. ár.Ennfremur er þess óskað að möguleiki verði á að staðsetja vagninn á umræddum stað utan háannatíma ferðaþjónustu á svæðinu, eða valdar helgar í haust og vetur, án þess að nánari skilgreining geti legið fyrir á þessari stundu um hvaða helgar er að ræða. Um verður þá að að ræða helgar og nætursölu eftir atvikum. Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir erindið en leggur áherslu á að staðsetning skuli ráðin í samstarfi við hafnarvörð.