Fara í efni

Borgarhólsskóli - Skólastarfið vor 2013

Málsnúmer 201304021

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 25. fundur - 09.04.2013

Mætt voru Þórgunnur R. Vigfúsdóttir skólastjóri, Kolbrún Ada Gunnarsdóttir og Sólveig Mikaelsdóttir fulltrúar kennara og Snæbjörn Sigurðarson fulltrúi foreldra. Skólastjóri fór yfir skóladagatal Borgarhólsskóla fyrir skólaárið 2013-2014. Fræðslu- og menningarnefnd staðfestir skóladagatalið með fyrirvara um að ekki komu athugasemdir frá skólaráði Borgarhólsskóla. Þórgunnur kynnti skólastarfið, áætlun um innleiðingu nýrrar aðalnámskrár, endurmenntunaráætlun, fjárhag og fleira. Fulltrúar Borgarhólsskóla viku af fundi kl. 16:15

Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 27. fundur - 04.06.2013

Mættar voru Þórgunnur R. Vigfúsdóttir skólastjóri og Sólveig Mikaelsdóttir fulltrúi kennara. Þórgunnur kynnti breytingar á starfsmannahaldi og reglur um afleysingar vegna forfalla starfsmanna Borgarhólsskóla sem samþykktar voru til að ná markmiðum fjárhagsáætlunar 2013. Starfsfólk Borgarhólsskóla ásamt fræðslu- og menningarnefnd fagnar fyrirhugaðri uppbyggingu mötuneytis við Borgarhólsskól sem verður tekið í gagnið í byrjun nóvember. Fulltrúar Borgarhólsskóla viku af fundi kl. 17:25