Fara í efni

Steypustöðin ehf. sækir um stöðuleyfi fyrir steypustöð á iðnaðarsvæðinu á Bakka

Málsnúmer 201304077

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 104. fundur - 08.05.2013

Óskað er eftir stöðuleyfi fyrir færanlega steypustöð á fyrirhugaðri lóð fyrirtækisins við Bakka. Skipulags- og byggingarnefnd telur að unnt verði að samþykkja stöðuleyfi þegar fullnægjandi teikningum af gerð og fyrirkomulagi búnaðar hefur verið skilað inn til byggingarfulltrúa. Afgreiðslu erindis frestað þar til fullnægjandi gögnum hefur verið skilað.