Fara í efni

Hvannalindir ehf., umsókn um styrk

Málsnúmer 201306063

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Norðurþings - 77. fundur - 27.06.2013

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Hönnu Rún Jóhannesdóttir og Þórði Péturssyni f.h. Hvannalinda ehf. Hvannalindir ehf. var stofnað árið 2011 með það fyrir augum að nýta geithvönn og aðrar jurtir til framleiðslu á markaðshæfum, heilsubætandi vörum í heimahéraði. Fyrirtækið hefur unnið að miklum rannsóknum og þróunarstarfi. Niðurstöðu þessarar vinnu sýna að afurðir geithvannar hafa alla burði til að verða eftirsóttar í framtíðinni en vegur náttúrulækninga hefur aukist umtalsvert undanfarin ár, oft í góðu samspili við nútíma læknavísindi. Nýlega fékkst styrkur frá Nýsköpunarsjóði námsmanna fyrir tvo nemendur í líftækni við HA til að undirbúa geithvannasafann fyrir sölu. Rannsóknarsjóður Háskólans á Akureyri, Matís ohf, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og ValaMed styrktu einnig þessa vinnu með fjármagni og/eða sérþekkingu. Beiðni félagsins er að sveitarfélagið Norðurþing styðji við bakið á þessu sprotafyrirtæki og stuðli þannig að uppbyggingu á svæðinu. Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að ganga frá samkomulagi og leggja fyrir bæjarráð til staðfestingar.