Fara í efni

Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga, ósk um styrk vegna farþegakönnunar á Húsavíkurflugvelli

Málsnúmer 201306071

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Norðurþings - 77. fundur - 27.06.2013

Fyrir bæjarráði liggur styrkbeiðni frá Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga vegna framlags til gerðar könnunar meðal brottfarafarþega á Húsavíkurflugvelli. Könnunin getur m.a. nýst í því að aðlaga þjónustuna þörfum viðskipavina. Leitað hefur verið til Flugfélagsins Ernir og Húsavíkurstofu með aðkomu að verkefninu. Könnunartímabil eru tveir mánuðir og áætlun um fjölda svara er 250 frá íbúum, 100 frá erlendum gestum og 100 frá innlendum gestum eða samtals um 450 svör. Markmið er að fá skýra mynd af sumarfarþegum flugfélagsins og meta gildi flugsins íbúa og fyrirtæki í Þingeyjarsýslum og mikilvægi gesta sem nýta sér flugið fyrir ferðarþjónustu og annað atvinnulíf í Þingeyjarsýslum. Gert er ráð fyrir heildarkostnaður við könnunina sé 630.000.- þúsund krónur. Óskað er eftir því að sveitarfélagið leggi verkefninu til 400.000.- krónur í formi framlags til Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga sem verður verkkaupi gagnvart framkvæmdaaðila, Ransóknum og ráðgjöf í ferðaþjónustu. Bæjarráð getur ekki orðið við styrbeiðninni.