Fara í efni

Erindi vegna lóðarinnar að Laugarbrekku 23, Húsavík

Málsnúmer 201308002

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 108. fundur - 28.08.2013

Borist hefur bréf frá nágrönnum Laugabrekku 23 á Húsavík. Í bréfinu er gerðar athugasemdir við framkvæmdahraða við uppbyggingu lóðarinnar sem og frágang yfirborðs hennar. Farið er fram á að Norðurþing beiti tiltækum ráðum til að vinda ofan af þeirri stöðu sem upp er komin. Lóðarhafi að Laugarbrekku 23 var einn þeirra sem fékk bréf frá skipulags- og byggingarnefnd á vordögum vegna frágangs lóðarinnar með óskum um úrbætur. Í því samhengi er rétt að halda því til haga að frágangur hennar sem byggingarstaðar hefur verið með ágætum þó tekið sé undir með bréfriturum að tímabært sé að loka yfirborði lóðarinnar til samræmis við gróið umhverfið. Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að afla upplýsinga hjá lóðarhafa um fyrirhugaða uppbyggingu og frágang á lóðinni.

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 110. fundur - 09.10.2013

Fyrir liggur svar lóðarhafa að Laugarbrekku 23 dags. 3. október 2013 við fyrirspurn byggingarfulltrúa um áform um lóðarfrágang. Skipulags- og byggingarnefnd fer fram á að gámur sem staðið hefur á lóðinni um nokkurra ára skeið verði fjarlægður fyrir 1. nóvember n.k. Jafnframt tryggi lóðarhafi að öryggisgirðingu umhverfis lóðina verði viðhaldið eftir því sem tilefni er til. Í ljósi sjónarmiða sem reifuð eru í bréfi lóðarhafa frestar nefndin frekari kröfum um úrbætur lóðarfrágangs til 1. júní 2014.