Fara í efni

Tillaga frá Hjálmari Boga Hafliðasyni, vistgötur á Húsavík

Málsnúmer 201309002

Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 33. fundur - 03.09.2013

Hjálmar Bogi gerir tillögu um að Heiðargerði og neðri hluti Höfðavegar verði gerður að vistgötu til þess að minnka umferðarhraða og auka öryggi gangandi vegfarenda. Vistagta er gata þar sem umferð gangandi vegfarenda og hægfara farartækja -eins og reiðhjóla, hjólaskauta eða hjólabretta -hefur forgang fram yfir umferð bíla. Framkvæmda- og hafnanefnd felur f&h-fulltrúa að kynna málið fyrir íbúum viðkomandi gatna. Framkvæmda- og hafnanefnd mun taka málið upp á næsta fundi.

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 34. fundur - 09.10.2013

Meirihluti f&h nefndar hafnar tillögunni en nefndin samþykkir að umferðarhraði í báðum götunum verði lækkaður úr 50 km hraða á klst. niður í 30 km hraða á klst.