Fara í efni

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið - endurskoðun á stjórnfyrirkomulagi Vatnajökulsþjóðgarðs / greinargerð

Málsnúmer 201309020

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Norðurþings - 82. fundur - 12.09.2013

Fyrir bæjarráði liggur greinargerð starfshóp umhverfis- og auðlindaráðuneytisins um endurskoðun á stjórfyrirkomulagi Vatnajökulsþjóðgarðs. Skv. 4. tl. ákvæðis til bráðabirgða í lögum nr.60/2007, sem er svohljóðandi "4. ákvæði laga þessara um stjórnfyrirkomulag Vatnajökulsþjóðgarðs skulu eigi síðar en 1. janúar 2013 endurskoðuð í samstarfi ríkis og sveitarfélaga." Starfshópurinn skilaði ráðherra greinargerð sinni 27. ágúst s.l. Meðfylgjandi er greinargerð starfshópsins. Ráðuneytið leggur mikla áherslu á að vinna að þessum málum í góðri sátt og samstarfi við viðkomandi sveitarfélög. Stefnt er að því að boða fulltrúa sveitarstjórnanna til fundar í ráðuneytinu um tillögur starfshópsins. Fundarboð verður sent síðar en í skoðun er að boða til þess fundar samhliða árlegum fundi Sambands íslenskra sveitarfélaga í Reykjavík í byrjun október. Lagt fram til kynningar.