Fara í efni

Alþjóðlegur minningardagur fórnarlamba umferðarslysa

Málsnúmer 201311043

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Norðurþings - 87. fundur - 14.11.2013

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Samgöngustofu þar sem vakin er athygli á að alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa verður haldinn 17. nóvmeber n.k. Eru landsmenn hvattir til að nota þennan dag til að leiða hugann að minningu þeirra sem látist hafa í umferðinni og þeim sem slasast en jafnframt íhuga þá ábyrgð sem hver og einn ber sem þátttakandi í umferðinni. Klukkan 11:15 verður einnar mínútu þögn sem landsmenn eru hvattir til að taka þátt í.Um það bil 4.000 manns láta lífið og hundruð þúsund slasast í umferðinni í heiminum á degi hverjum. Enn fleiri þurfa að takast á við áföll, sorgir og eftirsjá af völdum þessa. Með erindi þessu felst hvatning til forsvarsmanna sveitarfélaga til að minna íbúa á þennan dag og hvetja fólk til þátttöku. Bæjarráð þakkar bréfritara fyrir erindið og hvetur íbúa sveitarfélagsins til þátttöku á minningardaginn og sýna ávalt aðgæslu og ábyrgð í umferðinni.