Fara í efni

Norðlenska matborðið ehf. óskar eftir umsögn um hugsanleg byggingaráform við sláturhúsið á Húsavík

Málsnúmer 201402021

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 114. fundur - 12.02.2014

Óskað er umsagnar skipulags- og byggingarnefndar um hugmyndir að viðbyggingu við úrbeiningarsal kjötvinnslu sláturhúss Norðlenska um 10 m til austurs. Meðfylgjandi erindi er rissmynd sem sýnir afstöðu. Á fundi sínum þann 19. janúar 2012 lagðist nefndin gegn hliðstæðu erindi um byggingu viðbyggingar á sama stað um 15 m til austurs. Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að afla umsagnar Vegagerðarinnar um fyrirhugaða byggingu.

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 115. fundur - 19.03.2014

Á fundi skipulags og byggingarnefndar 12. febrúar s.l. var skipulags- og byggingarfulltrúa falið að afla umsagnar Vegagerðarinnar um fyrirhugaða viðbyggingu við kjötvinnslu Norðlenska við Þingeyjarsýslubraut í átt að þjóðvegi. Umsögn Vegagerðarinnar liggur nú fyrir í bréfi dags. 7. mars. 2014. Með vísan til 30 m helgunarsvæðis þjóðvegarins frá miðlínu hafnar Vegagerðin því að leyfi verði veitt fyrir umræddri byggingu. Ennfremur vísar Vegagerðin í gr. 5.3.2.5 í skipulagsreglugerð þar sem segir að ekki skuli byggja nær þjóðvegi en 50 m. Á grundvelli afgerandi umsagnar Vegagerðarinnar telur skipulags- og byggingarnefnd ekki unnt að verða við óskum um þá viðbyggingu sem spurt er um.