Fara í efni

Óleyfisbyggingar á miðhafnarsvæði

Málsnúmer 201402036

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 114. fundur - 12.02.2014

Við gildistöku deiliskipulags miðhafnarsvæðis í desember 2012 voru línur lagðar um hvar heimila mætti hús á stöðuleyfum. Þar sem afgreiðsla skipulagsins dróst á langinn var ákveðið að samþykkja áframhaldandi stöðuleyfi mannvirkja á svæðinu til loka október 2013 þó þau væru ekki í samræmi við ákvæði deiliskipulags. Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að hlutast til um að eftirfarandi mannvirki verði fjarlægð fyrir 1. júní n.k. þar sem þau eru ekki í samræmi við ákvæði deiliskipulags og stöðuleyfi þeirra útrunnin: 1. Miðasöluhús Norðursiglingar á þaki verbúða Hafnarsjóðs að Hafnarstétt 17.2. Smáhýsi á þaki Hafnarstéttar 7. Hannes sat hjá við þessa afgreiðslu.