Fara í efni

Vinnuskólinn 2014

Málsnúmer 201403045

Vakta málsnúmer

Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 28. fundur - 18.03.2014


Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi kynnti tilhögun Vinnuskóla Norðurþings 2014. Hugmyndir eru uppi með það að breyta starfsfyrirkomulagi skólans. Brjóta upp starfið og gera vinnuskólann sýnilegri í samfélaginu. Bjóða uppá skapandi umhverfi. Einnig er áætlað að leita samstarfs við fyrirtæki á svæði vinnuskólans og efla starfskynningaþáttinn hjá nemendum vinnuskólans.
Vinnuskólinn verður starfræktur frá 10.júní til 1.ágúst.
Markmið vinnuskólans er m.a.: Fræðsla, grendarvitund og staðarstolt. Efla meðvitund og vekja áhuga á nærumhverfi. Halda umhverfi vinnuskólans snyrtilegu.
Tómstunda- og æskulýðsnefnd ákveður að hækka laun nemenda vinnuskólans frá fyrra ári um 5% .