Fara í efni

Örlygur Hnefill Örlygsson f.h. Fasteignafélags Húsavíkur ehf. óskar eftir viðræðum við Norðurþing um kaup á Höfða 24C

Málsnúmer 201404012

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Norðurþings - 101. fundur - 04.04.2014

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Örlygi H. Örlygssyni f.h. Fasteignafélags Húsavíkur ehf. Fram kemur í erindinu að óskað er eftir viðræðum við sveitarfélagið um kaup á eignarhluta þess í Höfða 24C. Rekin er ferðaþjónusta í hluta húsnæðisins, sem er í eigu Fasteignafélags Húsavíkur ehf., og hafa forsvarsmenn þess áhuga á að byggja nýja viðbyggingu á þeim reit sem telst eign sveitarfélagsins. Hugmynd þessi hefur verið rædd við formann Leikfélags Húsavíkur og mun fyrirtækið gæta hagsmuna þeirra varðandi aðstöðu meðan unnið er að varanlegri lausn í góðri samvinnu við aðila. Bæjarráð frestar erindinu og felur bæjarstjóra að ræða við meðeiganda húsnæðisins.