Fara í efni

Boðun á hluthafafund Sorpsamlags Þingeyinga ehf.

Málsnúmer 201407068

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Norðurþings - 111. fundur - 31.07.2014

Fyrir bæjarráði liggur afgreiðsla hluthafafundar Sorpsamlags Þingeyinga ehf. frá 25. júlí s.l. Fyrir liggur beiðni fulltrúa Atvinnueflingar Þingeyjarsveitar og Skútustaðahrepps um að samstarfi sveitarfélaga í Sorpsamlagi Þingeyinga ehf., um söfnun og förgun úrgangs á starfssvæðinu verði hætt. Fyrirliggjandi tillaga borin upp og samþykkt samhljóða. Einnig liggur fyrir tillaga um að eigendur Sorpsamlags Þingeyinga ehf., yfirtaki skuldir félagsins við Lánasjóð sveitarfélaga í hlutfalli við upphaflegan eignarhlut í félaginu og skal því vera lokið fyrir lok september 2014. Tillagan borin upp og samþykkt samhljóða. Fundurinn áréttar að sveitarfélögin bera hlutfallslega ábyrgð á eignum og skuldum félagsins. Stjórn Sorpsamlags Þingeyinga ehf., veitt fullt og óskorðað umboð til að vinna að framgangi ákvarðana, teknum á hluthafafundi þann 25.07.2014. Stjórn félagsins mun leggja fram drög að skiptingu eigna og annarra skuldbindinga fyrir eigendur. Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi afgreiðslu hluthafafundar Sorpsamlags Þingeyinga ehf., um yfirtöku og skiptingu lána Lánasjóðs sveitarfélaga milli aðildarsveitarfélaga í samræmi við stofnframlag eiganda. Jafnframt staðfestir bæjarráð aðra liði fundargerðarinnar.

Bæjarráð Norðurþings - 112. fundur - 07.08.2014

Fyrir bæjarráði liggur til kynningar vaxtakjör Lánasjóðs sveitarfélaga vegna yfirtöku og skiptingu á lánveitingu sjóðsins til Sorpsamlags Þingeyinga ehf. Lagt fram til kynningar.