Fara í efni

Erindi vegna 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna

Málsnúmer 201408037

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Norðurþings - 114. fundur - 28.08.2014

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóra, vegna 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna. Í erindinu eru sveitarfélög, stofnanir og söfn hvött til að minnast þeirra mikilvægu réttindi sem kosningarétturinn er og 100 ára afmælisins á næsta ári, með sýningum, málþingum, fyrirlestrum og öðrum viðburðum það ár. Mikilvægt er að söfn kanni hvort þau eigi í fórum sínum merk verk sem mætti taka fram, eða taki saman verk til að sýna á næsta ári. Nefna mætti sem dæmi listaverk eftir konur í 100 ár, umfjöllun um konur, bækur eftir konur, ljósmyndir af konum eða myndir sem konur hafa tekið, styttur og/eða málverk af eða eftir konur og handrit, kjörgögn, s.s. kjörbækur gamlar og nýjar, plaköt, auglýsingar, bréf og annað sem tengist kosningum.Okkur þætti vænt um að heyra af því hvaða áform sveitarfélagið hyggst gera og myndum síðar kynna það á heimasíðu afmælisnefndarinnar, sem verður opnuð í haust. Bæjarráð þakkar bréfritara fyrir erindið og mun koma því áleiðis til stofnana og annarra aðila innan sveitarfélagisns.