Fara í efni

Jafnréttisstofa minnir á lög um jafnan rétt kvenna og karla er varðar sveitarstjórnir og hvetur sveitarstjórnarmenn til að mæta á landsfund jafnréttisnefnda sveitarfélaga

Málsnúmer 201408041

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Norðurþings - 114. fundur - 28.08.2014

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Jafnréttisstofu sem minnir á lög um jafnan rétt kvenna og karla er varðar sveitarstjórnir og hvetur sveitarstjórnarmenn til að mæta á landsfund jafnréttinefnda sveitarfélaga. Minnt er á ákvæði laga nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla er varðar sveitarstjórnir. í 12. gr. laganna kemur fram að sveitarstjórnum beri að skipa jafnréttisnefndir sem skulu fjalla um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna innan sveitarfélags. Hver jafnréttisnefnd skal hafa umsjón með gerð jafnréttisáætlunar fyrir sveitarstjórnir til fjögurra ára en hana á að leggja fram eigi síðar en ári eftir kosningar. Lagt fram til kynningar.