Fara í efni

Skipulag hafnarsvæðis á Húsavík

Málsnúmer 201410061

Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 56. fundur - 14.04.2015

Framkvæmda- og hafnanefnd og skipulags- og byggingarnefnd funduðu sameiginlega um þennan lið.
Til fundarins mættu fulltrúar skipulags- og byggingarnefnd til sameiginlegra umræðna og var þessi liður sameiginlegur á fundum nefndanna beggja.

Skipulagsfulltrúi kynnti bréf frá Norðlenska ehf sem lóðarhafa að Hafnarstétt 25-31 og 33. Óskað er eftir að skilgreindur verði í deiliskipulag miðhafnarsvæðis byggingarréttur fyrir tveggja hæða húsi milli Hafnarstéttar 31 og 33 sem yrði allt að 250 m² að grunnfleti.

Skipulags- og byggingarnefnd fól skipulags- og byggingarfulltrúa að óska eftir því við skipulagsráðgjafa að eftirfarandi breytingar verði gerðar á deiliskipulagi miðhafnarsvæðis:

1. Skipt verði lóð undir Flókahúsi og Helguskúr og gerð tillaga að byggingarrétti hvorrar lóðar.
2. Gert verði ráð fyrir smáhýsum við aðkomu að flotbryggjum. Þessi smáhýsi megi nýta sem aðstöðu fyrir þá sem gera út frá bryggjunum á hverjum tíma.
3. Gert verði ráð fyrir að torgsala sem heimiluð hefur verið við flotbryggjur verði færð suður fyrir Helguskúr.
4. Merkt verði tvö bílastæði fyrir fatlaða langsum við Hafnarstétt 3.
5. Gert verði ráð fyrir tengibyggingu yfir götu milli Hafnarstéttar 1 og 3.
6. Gert verði ráð fyrir byggingarrétti á lóð Hafnarstéttar 31 til samræmis við óskir lóðarhafa.