Fara í efni

Rannsókna- og fræðasetur HÍ á Húsavík, ósk um samstarf um leiguhúsnæði

Málsnúmer 201410101

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Norðurþings - 120. fundur - 30.10.2014

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Rannsókna- og fræðasetri HÍ þar sem óskað er eftir aðkomu sveitarfélagsins að rekstri leiguhúsnæðis fyrir nema og sjálfboðaliða stofnunarinnar á Húsavík. Um er að ræða leiguhúsnæði í heilsársleigu, að upphæð 40.000.- krónur á mánuði sem er um helmingur leiguverðs. Styrkveiting er frá 1. janúar 2015. Með aðkomu Norðurþings að rekstri íbúarinnar býðst sveitarfélaginu að hýsa gesti sína í herbergjum neðri hæðarinnar þegar þau eru ekki í notkun rannsóknarsetursins, en íbúðin er fullbúin húsgögnum og búnaði.
Frá því setrið var stofnað, árið 2008, hafa u.þ.b. 50 starfsnemar verið við nám við setrið og eftirspurn hefur verið meiri en setrið ræður við. Þá er fjöldi gistinátta á vegum setursins áætlaður um 6000 frá upphafi.

Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015.