Fara í efni

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, 214. mál til umsagnar

Málsnúmer 201410103

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Norðurþings - 120. fundur - 30.10.2014

Fyrir bæjarráði liggur erindi til umsagnar frá Allherjar- og menntamálanefnd Alþingis frumvarp til laga um framhaldsskóla, 214. mál.

Eftirfarandi er bókun bæjarráðs.

?Bæjarráð Norðurþings mótmælir hinni miklu skerðingu sem við blasir á fjárheimildum Framhaldsskólans á Húsavík. Framhaldsskólinn á Húsavík hefur verið rekinn undanfarin ár á svokölluðu nemendagólfi, sem felst í því að frysta fjárheimildir gagnvart sveiflum í nemendafjölda til skamms tíma til þess að hægt sé að halda úti eðlilegu skólastarfi. Þrátt fyrir eru uppi áform um að skera fjárheimildir skólans niður um 12,8 mkr. á þessu rekstrarári og ennfremur um 2,9% fyrir árið 2015 miðað við síðasta ár. Í Hvítbók menntamálaráðherra er talað um að ?Skólar sem sinna nemendum í brotthvarfshættu fái sérstakan stuðning og fjárveitingar? (Hvítbók, bls. 35). Bæjarráð Norðurþings hvetur stjórnvöld til að hverfa frá þeirri skerðingu sem fyrirhuguð er á fjárheimildum Framhaldsskólans á Húsavík til að tryggja að hann fái áfram þjónað samfélagslegu hlutverki sínu svo sómi sé að.?