Fara í efni

Birgir Örn Sveinsson óskar eftir stöðuleyfi fyrir mongólskt hirðingjatjald á klöppum ofnan Aðalbrautar 49

Málsnúmer 201502060

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 126. fundur - 10.03.2015

Óskað er eftir stöðuleyfi til loka september fyrir mongólsku hirðingjatjaldi (yurt) á klöppunum ofan Aðalbrautar 49 á Raufarhöfn. Tjaldið verði um 8 m í þvermál með 2. m vegghæð og 3. m topphæð. Undir tjaldið yrði smíðaður timburpallur. Fyrirhugað er að nota tjaldið fyrir yoga og hugleiðslu. Meðfylgjandi erindi er afstöðumynd sem sýnir fyrirhugaða staðsetningu og ljósmynd af samskonar tjaldi.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið með fyrirvara um að umsækjandi skili inn til skipulags- og byggingarfulltrúa skriflegu samþykki nágranna.