Fara í efni

Erindi frá Veiðifélagi Litlárvatna varðandi varnir gegn ágangi Jökulsár við Skjálftavatn í Kelduhverfi

Málsnúmer 201502070

Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 52. fundur - 11.03.2015

Með bréfi vill stjórn Veiðifélags Litluár vekja athygli yfirvalda sveitarfélagsins á því hvaða hætta steðjar að náttúruperlunum Skjálftavatni og Litluá vegna landbrots Jökulsár á Fjöllum. Ennfremur óskar stjórnin liðsinnis Norðurþings við að hvetja ríkið og Landgræðsluna til frekari og varanlegri varna við að hindra Jökulsá í að spilla þessum náttúruperlum til lengri tíma.
Framkvæmda- og hafnanefnd tekur undir áhyggjur stjórnar veiðifélagsins og mun koma áhyggjum sínum á framfæri við Landgræðslu ríkisins og Orkustofnunar.

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 56. fundur - 14.04.2015

Kynt svör Landgræðslu ríkisins og Orkustofnunar vegna ofangreinds erindis.