Fara í efni

Kerfisbundin endurskoðun starfsmats

Málsnúmer 201502098

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Norðurþings - 132. fundur - 26.02.2015

Fyrir bæjarráði liggur til kynningar bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem tilkynnt er að allar útgefnar starfsmatsniðurstöður sem eru á heimasíðu sambandsins verði endurskoðaðar með kerfisbundnum hætti með hliðsjón af þeirri þróun sem hefur átt sér stað á starfsmatskerfinu. Endurskoðunin verður byggð á starfslýsingum og öðrum gögnum eftir því sem við á frá sveitarfélögum. Staðbundnar starfsmatsniðurstöður einstakra sveitarfélaga verða einnig skoðaðar með sama hætti.
Óskað verður, á næstu dögum, eftir starfslýsingu fyrir þau störf sem heyra undir starfsmatið og á það jafnt við um störf sem hafa verið gefin út á heimasíðu sambandsins og störf sem hafa fengið staðbundið starfsmat.
Mikilvægt er að hvert og eitt sveitarfélag skipi fulltrúa/tengilið sem hefur það hlutverk að taka á móti og veita upplýsingar varðandi starfsmat.
Lagt fram til kynningar.