Fara í efni

Greiðslur fyrir setu í ráðum, stjórnum og nefndum

Málsnúmer 201502106

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Norðurþings - 132. fundur - 26.02.2015

Fyrir bæjarráð liggur tillaga um greiðslur fyrir setu í nefndum og ráðum á vegum sveitarfélagsins.
Bæjarráð samþykkir að greiða fulltrúum sem tilnefndir eru til trúnaðarstarfa fyrir Norðurþing í nefndum, ráðum og stjórnum öðrum en fastanefndum sveitarfélagsins. Þetta nær eingöngu til þeirra nefnda, ráða og stjórna sem ekki greiða sjálfar þóknun fyrir störfin. Greitt verði samkvæmt gildandi taxta Norðurþings fyrir setu almennra nefndarmanna. Jafnframt er sveitarstjóra falið að útbúa drög að vinnureglum um framkvæmd slíkra greiðslna.