Fara í efni

Samstarf við nágrannasveitarfélög í Þingeyjarsýslum

Málsnúmer 201502107

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Norðurþings - 132. fundur - 26.02.2015

Fyrir bæjarráði liggur tillaga um samstarf við nágrannasveitarfélögin í Þingeyjarsýslum.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að hefja formlegt samtal við sveitarfélög í Þingeyjarsýslum um aukið samstarf. Skoðaðir verði mögleikar á samrekstri, m.a. í gegnum samstarfsamninga, byggðasamlag og eða Héraðsnefnd Þingeyinga. Horft verði til þeirra þátta sem samreknir hafa verið til þessa á síðustu árum og kosta og galla sem komið hafa fram við slíkt samstarf. Einnig verði kannaður vilji nágrannasveitarfélaga í Þingeyjarsýslum til samstarfs um fleiri þætti sem kunna að vera fordæmi til um á landsvísu þó ekki hafi slíkt verið rekið á þessu svæði. Útgangspunktur athugunar verði gagnkvæmur hagur, fagleg styrking og rekstrarhagkvæmni. Tekið verði saman minnisblað með helstu valkostum og lagt fyrir bæjarráð að nýju.