Fara í efni

Björgunarsveitin Garðar, rekstrarframlag ársins 2015

Málsnúmer 201502108

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Norðurþings - 132. fundur - 26.02.2015

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Björgunarsveitinni Garðari þar sem óskað er eftir breytingum á samningi milli sveitarfélagsins og sveitarinnar.
Í megindráttum er um að ræða hækkun á almennu rekstrarframlagi um 400 þúsund, að sett verði inn nýtt ákvæði vegna unglingastarfs með 1.200 þúsund króna viðbótar framlagi og að umsjón með girðingum hækki um 150 þúsund krónur.
Bæjarráð samþykkir samninginn eins og hann liggur fyrir með breytingu sem felur í sér gildistíma út árið 2015. Samningurinn verður tekinn til skoðunar fyrir árslok 2015 vegna gildistöku fyrir árið 2016.