Fara í efni

Framkvæmdir við hafnamannvirki á Húsavík vegna stóriðju

Málsnúmer 201503032

Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 52. fundur - 11.03.2015

Vegagerðin ætlar að bjóða út stálþil á Norðurlandi og hefur hug á að bjóða út stálþil vegna lengingar Bökugarðs í leiðinni ef hafnarnefnd samþykkir það. Sparnaður við sameiginlegt útboð gæti orðið um 10%.
Þetta er náttúrlega bundið því að framkvæmdir fari af stað á Bakka. Frestur til að hætta við kaupin rennur út í lok maí í vor.
Nefndin samþykkir að fela hafnastjóra að svara erindinu og taka þátt í útboðinu.