Fara í efni

Norðurlandsskógar óska eftir leyfi til að hefja nytjaskógrækt á Reykjarhóli

Málsnúmer 201503039

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 126. fundur - 10.03.2015

Með tilvísun til reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 er óskað umsagnar Norðurþings um hvort fyrirhuguð skógrækt á 47 ha landi út úr Reykjarhóli sé framkvæmdaleyfisskyld. Í erindi er gerð grein fyrir formi skógræktarinnar til samræmis við ákvæði aðalskipulags Norðurþings 2010-2030.

Skipulags- og byggingarnefnd telur að fullnægjandi grein hafi verið gerð fyrir fyrirhugaðri skógrækt að Reykjarhóli og að hún sé í samræmi við ákvæði aðalskipulags um skógrækt. Nefndin telur ekki að framkvæmdin sé framkvæmdaleyfisskyld.