Fara í efni

Fannar Þorvaldsson f.h. Rifós hf. og Fiskeldi Haukamýrar ehf., óskar eftir því að bæjarstjórn Norðurþings mótmæli gerð fjárfestingasamnings milli Matorku ehf. og ríkisstjórnar Íslands

Málsnúmer 201503058

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Norðurþings - 135. fundur - 26.03.2015

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Fannari Helga Þorvaldssyni, f.h. Rifós hf. og Fiskeldi Hauksmýrar ehf. þar sem óskað er eftir að sveitarstjórn komi á framfæri mótmælum við ráðherra og þingmenn vegna fjárfestingasamnings ríkisstjórnarinnar við Matorku ehf.
Bæjarráð fagnar því sem fram kemur í fjárfestingasamningi ríkisstjórnar Íslands og Matorku að "ríkisstjórn Íslands hafi einsett sér að auka nýfjárfestingar sem stuðla að fjölbreyttu atvinnulífi og jákvæðum efnahagslegum áhrifum á byggðaþróun og þjóðarbúið í heild sinni". Í sveitarfélaginu Norðurþingi er fiskeldi ein af mikilvægum stoðum atvinnulífsins. Þetta á við um fyrirtæki á og við Húsavík þar sem Fiskeldið í Haukamýri og Norðurlax eru starfrækt, en ekki síður í dreifðum byggðum í norðurhluta Þingeyjarsýslu þar sem fyrirtækin Rifós og Silfurstjarnan starfa. Bæjarráð vekur athygli á mikilvægi þess að samkeppnishæfni þessara mikilvægu fyrirtækja sé ekki skert og jafnræðis gætt í byggðatengdum aðgerðum sem þessum.