Fara í efni

Gunnlaugur Stefánsson segir sig úr stjórn Orkuveitu Húsavíkur ofh.

Málsnúmer 201503093

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Norðurþings - 135. fundur - 26.03.2015

Fyrir bæjarráði liggur bréf frá Gunnlaugi Stefánssyni stjórnarmanni og stjórnarformanni Orkuveitu Húsavíkur þar sem hann segir sig úr stjórn Orkuveitunnar.
Soffía leggur fram eftirfarandi bókun sem er úr fundargerð Orkuveitu Húsavíkur ohf.:
"Í 11. grein samþykkta Orkuveitu Húsavíkur ohf. er skýrt kveðið á um að hluthafafundur er æðsta vald félagsins. Í 16. grein samþykktanna er síðan kveðið á um að á milli hluthafafunda stýrir stjórn félagsins öllum málefnum þess og gætir hagsmuna þess gagnvart þriðja aðila.
Í ljósi minnisblaðs frá meirihluta sveitarstjórnar Norðurþings dagsettu 13. mars 2015 og annarra tilfella þar sem sömu aðilar hafa afskipti beint og óbeint í verkefni stjórnar Orkuveitu Húsavíkur ohf. mun ég segja af mér sem stjórnarformaður og úr stjórn félagsins að loknum þessum fundi.
Þessi afskipti í starf félagsins á undanförnum mánuðum eru fordæmalausar og með öllu óásættanlegar.
Skylda mín og ábyrgð sem stjórnarformanns er að halda rekstri félagsins í góðu horfi í samræmi við stefnu, lög, reglur og áætlanir félagsins.
Ég get ekki sinnt hlutverki mínu sem stjórnarformaður við þessar aðstæður.
Ég óska starfsmönnum velfarnaðar og þakka þeim gott starf í þágu Orkuveitu Húsavíkur ohf. Einnig þakka ég samstarfsmönnum mínum í stjórn fyrir samstarfið.

Gunnlaugur Stefánsson".

Friðrik og Óli vilja þakka Gunnlaugi Stefánssyni kærlega fyrir störf hans í þágu Orkuveitu Húsavíkur ohf.

Kjartan óskar bókað:
Ég hvet bæjarráð og alla bæjarfulltrúa til að virða skipurit og lýðræðislega vinnuferla sem eru til staðar hjá Norðurþingi. Einn og sér hefur meirihluti bæjarstjórnar ekkert sjórnsýslulegt gildi, ekki frekar en bæjarfulltrúar einir og sér.