Fara í efni

Mærudagar 2015 - vínveitingarleyfi

Málsnúmer 201507006

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Norðurþings - 145. fundur - 02.07.2015

Bæjarráði hefur borist eftirfarandi erindi frá fulltrúum í forvarnarhópi Norðurþings:

Undirrituð, starfandi í forvarnarhópi Norðurþings vilja lýsa ánægju sinni yfir því hvernig tekið hefur verið á skipulagi Mærudaga með tilliti til áfengisdrykkju ungmenna og framboði á áfengi almennt.

Á mærudögum síðast liðið sumar var sú lína lögð að vínveitingarleyfi voru takmörkuð frá því sem áður var. Mikilvægt er að halda þeirri vinnu áfram til að sporna við unglingadrykkju og tryggja það að hátíðin sé að öllu leyti fjölskylduvæn.
Við beinum því þeim tilmælum til bæjarráðs að hafa í huga mikilvægi þess að takmarka fjölda vínveitingaleyfa þegar umsagnir um þau eru veittar. Við mælum með að þeir aðilar sem fá leyfi til að selja áfengi í tjöldum á hátíðarsvæðinu fái ekki að selja það lengur en til kl. eitt eftir miðnætti líkt og ákveðið var í fyrra. Með því að setja tímatakmarkanir á sölu áfengra drykkja á hátíðarsvæðinu, og þrengja þannig aðgengi ungmenna að áfengi, eru meiri líkur til þess að þau sæki síður niður á hafnarsvæðið fram eftir nóttu.
Aukið aðgengi að áfengi eykur líkur á meiri drykkju og því mikilvægt að vínveitingaleyfum verði stillt í hóf og takmarkist t.d. við þá sem bjóða upp á heitan mat og að skýrar tímatakmarkanir verði settar. Einnig teljum við mikilvægt að leyfishöfum verði gerð grein fyrir ábyrgð sinni, að ekki sé selt áfengi eftir að veittur leyfistími er útrunninn og að aldurstakmarkanir séu virtar.
Dögg Káradóttir
Kjartan Páll Þórarinsson
Bæjarráð þakkar bréfriturum fyrirerindið og tekur undir þau sjónarmið sem koma þar fram og mun beita sér fyrir því að fylgja tilmælunum eftir.