Fara í efni

Gatnagerðargjald breyting á gjaldi fyrir viðbyggingar.

Málsnúmer 201511089

Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 65. fundur - 25.11.2015

Skipulags- og byggingarfulltrúi hefur bent á að gatnagerðargjöld vegna viðbygginga við þegar byggt íbúðarhúsnæði í Norðurþingi séu óþarflega há miðað við tilkostnað af hálfu sveitarfélagsins. Á síðustu árum var veittur 100% afsláttur af gatnagerðargjaldi frá gildandi gjaldskrá vegna viðbygginga, en sá afsláttur er nú fallinn niður. Núgildandi gjaldskrá er frá árinu 2011. Framkvæmda- og hafnafulltrúi tekur undir þau sjónarmið að gjaldskrá sé of há gagnvart viðbyggingum íbúðarhúsa við frágengnar götur. Hann leggur því til að á þessu stigi verði veittur 50% afsláttur frá núverandi gjaldskrá um gatnagerðargjöld vegna viðbygginga við þegar byggt íbúðarhúsnæði. Til lengri tíma verði gjaldskrá um gatnagerðargjöld ofl. endurskoðuð.
Framkvæmda- og hafnarnefnd leggur til við bæjarstjórn að nú þegar verði veittur 50% afsláttur frá gildandi gjaldskrá um gatnagerðargjöld af viðbyggingum við íbúðarhúsnæði.
Framkvæmda- og hafnarfulltrúa verði falið að undirbúa endurskoðun gjaldskráarinnar í heild.