Fara í efni

Fundartími bæjarráðs

Málsnúmer 201511098

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Norðurþings - 160. fundur - 27.11.2015

Óli Halldórsson leggur fram eftirfarandi tillögu:
Samþykkt að fundartíma bæjarráðs verði breytt og fundirnir almennt haldnir á dagvinnutíma. Nýr fundartími sem taki gildi frá og með janúar 2016 verði kl. 08:15 til 10:00 á föstudagsmorgnum. Sem fyrr verður fundartími færður ef sérstakar aðstæður útheimta. Helstu ástæður breytingarinnar eru þær að óhentugt getur verið að funda utan opnunartíma stjórnsýslunnar og að loknum fullum almennum vinnudegi. Slíkt fyrirkomulag getur komið niður á gæðum vinnunnar og verið óvænlegt fjölskyldufólki. Flest sveitarfélög á Íslandi eru með fundartíma bæjar-/byggðaráðs á dagvinnutíma.

Gunnlaugur og Jónas lýsa andstöðu sinni við tillöguna
Óli og Friðrik samþykkja tillöguna og Jónas greiðir atkvæði gegn henni.