Fara í efni

Kópaskershöfn - Staða og framtíð

Málsnúmer 201603032

Vakta málsnúmer

Hafnanefnd - 1. fundur - 08.03.2016

Staða Kópaskershafnar hefur farið versnandi vegna mikils sands og leirburðar inn í höfnina og er dýpi hafnarinnar orðið mjög lítið á fjöru. Er þetta orðið bagalegt fyrir sjófarendur á svæðinu og er farið að hafa umtalsverð áhrif á umferð og starfsemi.
Hafnanefnd felur hafnastjóra og rekstrarstjóra að hefja viðræður við Vegagerð ríkisins og aðrar stjórnsýslustofnanir er málið varðar, um framtíð Kópaskershafnar.

Hafnanefnd - 2. fundur - 20.04.2016

Til kynningar. Nefndin upplýst um þá vinnu sem farið hefur fram varðandi Kópaskershöfn.
Hafnanefnd vill leita allra leiða til að halda Kópaskershöfn opinni til að viðhalda sem bestum búsetuskilyrðum á svæðinu.

Rekstrartjóra hafna er falið að vinna áfram í málinu.