Fara í efni

Halldór G. Halldórsson f.h. Björns Halldórssonar sækir um stofnun lóðar að Valþjófstöðum 2 Ln. 154228

Málsnúmer 201605055

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 3. fundur - 10.05.2016

Óskað er eftir samþykki fyrir stofnun og útskiptum 1.402 m² lóðar um íbúðarhús á Valþjófsstöðum II í Núpasveit, fastanr. 216-6661. Meðfylgjandi umsókn er hnitsettur lóðaruppdráttur.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að stofnun lóðarinnar og útskipti hennar úr jörðinni verði samþykkt af hálfu sveitarfélagsins. Á hinn bóginn þarf að skila inn til sveitarfélagsins skráningartöflum til endurskráningar íbúðarhússins og útbúa ný skjöl varðandi eignarhald lóðarinnar eða lóðarleigusamning.

Sveitarstjórn Norðurþings - 58. fundur - 17.05.2016

Á 3. fundi skipulags- og umhverfisnefndar Norðurþings var eftirfarandi bókað:

"Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að stofnun lóðarinnar og útskipti hennar úr jörðinni verði samþykkt af hálfu sveitarfélagsins. Á hinn bóginn þarf að skila inn til sveitarfélagsins skráningartöflum til endurskráningar íbúðarhússins og útbúa ný skjöl varðandi eignarhald lóðarinnar eða lóðarleigusamning."
Tillaga skipulags- og umhverfisnefndar er samþykkt samhljóða.