Fara í efni

Deiliskipulag athafnasvæðis í Haukamýri

Málsnúmer 201605059

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 3. fundur - 10.05.2016

Í apríl 2015 úthlutaði bæjarstjórn Norðurþings lóð á Haukamýri til uppbyggingar steypustöðvar Steinsteypis ehf. Bæjarstjórn taldi sig hafa tekið þá ákvörðun með hagsmuni bæjarbúa að leiðarljósi því með uppbyggingu steypustöðvarinnar á deiliskipulagðri lóð við Bakka hefði þýtt verulega óþarfa efnisflutninga í gegn um bæinn. Haukamýrarsvæðið hefur í rúm 40 ár verið ætlað undir iðnaðar- og athafnastarfsemi. Það hefur hinsvegar aldrei verið deiliskipulagt þrátt fyrir að hafa að talsverðu leiti byggst upp. Ákvörðun um úthlutun lóðarinnar varð að taka með nokkrum hraði enda Steinsteypir kominn með veruleg verkefni við uppsteypu Þeistareykjavirkjunar. Með samkomulagi milli Steinsteypis og sveitarfélagsins fólst að Steinsteypi yrði heimilað að hefja uppbyggingu steypustöðvar enda yrði fullnægjandi hönnunargögnum skilað til bæjarins áður en byggt yrði upp.
Skipulags- og umhverfisnefnd harmar að hnökrar eru á stjórnsýsluákvörðunum vegna þessarar uppbyggingar Steinsteypis. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að strax verði hafist handa við deiliskipulagningu athafnasvæðis á Haukamýri.

Sveitarstjórn Norðurþings - 58. fundur - 17.05.2016

Á 3. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var eftirfarandi bókað:

"Í apríl 2015 úthlutaði bæjarstjórn Norðurþings lóð á Haukamýri til uppbyggingar steypustöðvar Steinsteypis ehf. Bæjarstjórn taldi sig hafa tekið þá ákvörðun með hagsmuni bæjarbúa að leiðarljósi því með uppbyggingu steypustöðvarinnar á deiliskipulagðri lóð við Bakka hefði þýtt verulega óþarfa efnisflutninga í gegn um bæinn. Haukamýrarsvæðið hefur í rúm 40 ár verið ætlað undir iðnaðar- og athafnastarfsemi. Það hefur hinsvegar aldrei verið deiliskipulagt þrátt fyrir að hafa að talsverðu leiti byggst upp. Ákvörðun um úthlutun lóðarinnar varð að taka með nokkrum hraði enda Steinsteypir kominn með veruleg verkefni við uppsteypu Þeistareykjavirkjunar. Með samkomulagi milli Steinsteypis og sveitarfélagsins fólst að Steinsteypi yrði heimilað að hefja uppbyggingu steypustöðvar enda yrði fullnægjandi hönnunargögnum skilað til bæjarins áður en byggt yrði upp.
Skipulags- og umhverfisnefnd harmar að hnökrar séu á stjórnsýsluákvörðunum vegna þessarar uppbyggingar Steinsteypis. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að strax verði hafist handa við deiliskipulagningu athafnasvæðis á Haukamýri."
Til máls tóku: Sif og Gunnlaugur
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og umhverfisnefndar