Fara í efni

Staða Framhaldsskólans á Húsavík

Málsnúmer 201610219

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 194. fundur - 27.10.2016

Jóney Jónsdóttir, skólameistari Framhaldsskólans á Húsavík fór yfir stöðu skólans.
Byggðarráð lýsir þungum áhyggjum yfir rekstrarstöðu skólans og telur ótækt að ríkisreknar þjónustustofnanir séu settar í þessa stöðu. Kominn er tími á að stjórnvöld tryggi þessari mikilvægu stofnun viðundandi rekstrarumhverfi.

Byggðarráð Norðurþings - 196. fundur - 10.11.2016

Eins og kynnt var á síðasta fundi byggðarráðs er fjárhagsstaða skólans grafalvarleg. Fyrirhugaður er fundur skólastjórnenda og starfsmanna mennta- og menningarmálaráðuneytis um stöðu mála föstudaginn 11.11. Ekki eru til fjármunir til að reka grunnþjónustu skólans fram til áramóta, þ.m.t. að greiða útlagðan kostnað við fundi sem þennan.
Í ljósi grafalvarlegrar rekstrarstöðu Framhaldsskólans mun Norðurþing þegar í stað óska eftir fundi með Mennta- og menningarmálaráðuneytinu þar sem rætt verður um framtíð skólans.