Fara í efni

Drög að nýrri reglugerð um heimagistingu o.fl.

Málsnúmer 201611015

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 196. fundur - 10.11.2016

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur sett á vefinn til kynningar og umsagnar drög að reglugerð um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald á vef ráðuneytisins.

Lögfræðingar Sambands íslenskra sveitarfélaga munu senda umsögn um drögin. Frestur er veittur til þess að senda umsagnir er 15. nóvember nk.

Ætli sveitarfélag ekki að senda sérstaka umsögn en sér tilefni til þess að koma að athugasemdum er hægt að senda þær á sambandið þar sem tekið verður tillit til þeirra við ritun umsagnar sambandsins.

Drögin eru lögð fram

Byggðarráð Norðurþings - 197. fundur - 17.11.2016

Fyrir byggðarráði liggur tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem fram kemur að lögfræðingar Sambands íslenskra sveitarfélaga séu að rýna drög að reglugerð atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald. Reglugerðin er m.a. til innleiðingar á lagabreytingum sem samþykktar voru fyrr á þessu ári þar sem sett voru ákvæði um heimagistingu o.fl.
Byggðarráð tekur undir athugsemdir sambandsins og telur jákvætt ef tekið verður tillit til þeirra við lokafrágang reglugerðarinnar.