Fara í efni

Varðar fjarskiptamál í Þingeyjarsýslum og starfsemi Magnavíkur ehf

Málsnúmer 201611069

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 196. fundur - 10.11.2016

Fyrir byggðarráði liggur afrit af pósti frá Fjarskiptasjóði til Pósts- og fjarskiptastofnunar þar sem óskað er eftir að Póst- og fjarskiptastofnun taki saman og geri eins fljótt og auðið er grein fyrir því hvar þjónustu gæti fallið niður á þjónustusvæði Magnavíkur ehf., hætti félagið starfsemi, næst og næst ekki annað sítengt netsamband, nú þegar eða fyrirsjáanlega á næstunni, hvort heldur er þráðbundið eða þráðlaust. Forsvarsmenn Þingeyjarsveitar, Norðurþings, Svalbarðshrepps og Langanesbyggðar geta og þurfa í þessu sambandi að upplýsa stofnunina um þá staði sem nýlega hafa fengið eða munu fá ljósleiðaratengingu á næstunni.
Lagt fram til upplýsingar