Fara í efni

Krafa frá kennurum til sveitarfélaga

Málsnúmer 201611144

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd - 9. fundur - 14.12.2016

Fræðslunefnd hefur til umfjöllunar kröfu grunnskólakennara (bls. 62 í fylgiskjali) á Íslandi til sveitarfélaga á landinu um að þau bregðist við því ástandi sem nú er uppi vegna launakjara kennara.
Nú hafa kennarar samþykkt kjarasamning með 10 mánaða gildistíma. Samningurinn verður kynntur fræðslunefnd á næsta fundi hennar í janúar. Ekki er að öllu leyti gert ráð fyrir þeim hækkunum sem felast í samningnum í fjárhagsáætlun 2017. Þórgunnur R. Vigfúsdóttir sagði frá því að henni hefði borist erindi frá skólastjórafélaginu þar sem skólastjórar eru hvattir til að hefja umræðu við sveitarstjórnir um kjaramál kennara. Hún telur að styrkja þurfi skólaþjónustuna til að mæta auknu álagi í skólum og efla kennara í starfi.
Fræðslufulltrúa er falið að fylgja málinu eftir í samstarfi við skólastjórnendur og sveitarstjóra.
Fræðslunefnd leggur til að eingreiðsla sem greiða eigi félagsmönnum í FG samkvæmt samningnum verði greidd öllum, einnig þeim sem eru í veikindaleyfi eða fæðingarorlofi.