Fara í efni

Fjárfestingafélag Norðurþings - hluthafafundur

Málsnúmer 201611185

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 198. fundur - 01.12.2016

Fyrir byggðarráði liggur eftirfarandi fundargerð hlutahafafundar Fjárfestingafélags Norðurþings ehf.
Hluthafafundur 1. desember 2016 á byggðarráðsfundi Norðurþings.
1. Breyting á hlutafé
Hluthafi semþykkir breytingu á hlutafé úr kr. 500.000.- í 105.627.939,-. Hluthafar samþykkja breytingu á samþykktum í samræmi við þessa breytingu.
2. Breyting á stjórn
Hluthafi samþykkir í samræmi við 16. gr samþykktar félagsins að stjórnina skipi einn maður og verði það Óli Halldórsson, formaður byggðarráðs og varamaður hans verði Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri.
Byggðarráð samþykkir fundargerðina