Fara í efni

Stóra upplestrarkeppnin

Málsnúmer 201704013

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd - 13. fundur - 12.04.2017

Fræðslufulltrúi leggur fram til kynningar framkvæmd og niðurstöðu lokahátíðar stóru upplestrarkeppninnar í Þingeyjarsýslum. Lokahátíðirnar voru tvær að þessu sinni, önnur haldinn á Raufarhöfn þar sem nemendur Grunnskóla Bakkafjarðar, Grunnskóla Þórshafnar, Grunnskóla Raufarhafnar og Öxarfjarðarskóla tóku þátt. Hin hátíðin var haldinn á Húsavík með þátttöku nemenda Reykjahlíðarskóla, Þingeyjarskóla og Borgarhólsskóla.
Fræðslufulltrúi sagði frá því að undirbúningur hátíðanna væri umfangsmikill þar sem mikil áhersla sé lögð á að umgjörð hátíðanna sé sem best. Hátíðirnar heppnuðust í alla staði mjög vel.