Fara í efni

Erindi frá Íbúðalánsjóði til sveitarstjórnar vegna mögulegra kaupa þeirra á fasteignum í eigu sjóðsins

Málsnúmer 201706072

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 217. fundur - 15.06.2017

Fyrir byggðarráði liggur erindi frá Íbúðalánasjóði en Íbuðalánasjóður er um þessar mundir að hafa samband við sveitarfélög með það í huga að bjóða til viðræðna um möguleg kaup þeirra á fasteignum í eigu sjóðsins innan viðkomandi sveitarfélags.
Byggðarráð telur ekki standa efni til þess að Norðurþing fjárfesti í eignum Íbúðalánasjóðs innan Norðurþings. Þær eignir sem um ræðir eru á þeim svæðum þar sem mikil húsnæðisþörf er til staðar, meðal annars á svæðum sem skilgreind eru sem brotthættar byggðir. Byggðarráð gerir hins vegar þá kröfu á Íbúðalánasjóð að fasteignum í eigu sjóðsins sé komið í notkun með sölu eða leigu með þeim aðgerðum sem slíkt útheimtir.