Fara í efni

Niðurstaða úthlutunarnefndar stofnframlaga

Málsnúmer 201709157

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 227. fundur - 28.09.2017

Niðurstöður liggja fyrir um úthlutun stofnframlaga til uppbyggingar íbúða á grundvelli laga nr. 52/2016. Norðurþing sótti um stofnframlög til byggingar fjögurra íbúða innan þessa nýja almenna íbúðakerfis. Tvær þeirra yrðu staðsettar við Höfðaveg 6 og tvær við Lyngholt 26-31.

Heildarstofnvirði samkvæmt umsókn Norðurþings er kr 94.230.000- og sótt var um 18% stofnframlag, 6% viðbótarframlag vegna markaðsbrest á grundvelli byggingarkostnaðar og 4% viðbótarframlag vegna þeirra íbúða sem ætlaðar eru einstaklingum með fötlun.

Það er markmið laga um almennar íbúðir að bæta húsnæðisöryggi fjölskyldna og einstaklinga undir tekju- og eignamörkum, með því að auka aðgengi að öruggu og viðeigandi leiguhúsnæði og stuðla að því að húsnæðiskostnaður sé í samræmi við greiðslugetu leigjenda eða að jafnaði ekki umfram fjórðung tekna. Lögin byggja m.a. á yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um húsnæðismál frá 28. maí 2015, þar sem m.a. er fjallað um fjölgun hagkvæmra og ódýrra íbúða til að tryggja tekjulágum fjölskyldum leiguhúsnæði til lengri tíma og að áhersla verði lögð á íbúðir af hóflegri stærð

Niðurstaða úthlutunarnefndarinnar var sú að samþykkja umsókn Norðurþings um samtals 24.267.200- kr stofnframlag til verkefnisins.
Byggðarráð fagnar þessari niðurstöðu sem ljóst er að leiði til aukins íbúðaframboðs á Húsavík á næsta ári. Sveitarstjóra falið að fylgja málinu eftir gagnvart samstarfsverktakanum í verkefninu, Trésmiðjunni Rein.

Framkvæmdanefnd - 22. fundur - 25.10.2017

Niðurstöður liggja fyrir um úthlutun stofnframlaga til uppbyggingar íbúða á grundvelli laga nr. 52/2016. Norðurþing sótti um stofnframlög til byggingar fjögurra íbúða innan þessa nýja almenna íbúðakerfis. Tvær þeirra yrðu staðsettar við Höfðaveg 6 og tvær við Lyngholt 26-31.

Heildarstofnvirði samkvæmt umsókn Norðurþings er kr 94.230.000- og sótt var um 18% stofnframlag, 6% viðbótarframlag vegna markaðsbrest á grundvelli byggingarkostnaðar og 4% viðbótarframlag vegna þeirra íbúða sem ætlaðar eru einstaklingum með fötlun.

Lögin byggja m.a. á yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um húsnæðismál frá 28. maí 2015, þar sem m.a. er fjallað um fjölgun hagkvæmra og ódýrra íbúða til að tryggja tekjulágum fjölskyldum leiguhúsnæði til lengri tíma og að áhersla verði lögð á íbúðir af hóflegri stærð

Niðurstaða úthlutunarnefndarinnar var sú að samþykkja umsókn Norðurþings um samtals 24.267.200- kr stofnframlag til verkefnisins.
Framkvæmda- og þjónustufulltrúi fór yfir niðurstöðu úthlutunar stofnframlaga.