Fara í efni

Varðandi kjörskrá v/ Alþingiskosningar 2017

Málsnúmer 201710177

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Norðurþings - 73. fundur - 26.10.2017

Fyrir sveitarstjórn liggur kjörskrá vegna alþingiskosninga 2017 með skiptingum í kjördeildir.

Skv. prentaðri kjörskrá frá Þjóðskrá Íslands eru 2112 á kjörskrá Norðurþings. Sú kjörskrá hefur legið frammi til kynningar frá 18. október sl. Að auki liggur fyrir samþykki frá Þjóðskrá vegna eins aðila sem óskaði eftir verða teknir inn á kjörskrá.
Alls eru því 2113 manns á kjörskrá í Norðurþingi.
Sveitarstjórn staðfestir framlagða kjörskrá og veitir sveitarstjóra fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem upp kunna að koma fram að kjördegi vegna alþingiskosninga þann 28. október nk. í samræmi við 27. gr. laga um kosningar til Alþingis. Einnig felur sveitarstjórn sveitarstjóra að árita framlagða kjörskrá.

Samþykkt samhljóða.